top of page
Writer's pictureAnna María

Frábært starf

Ég held að ég sé í besta starfi í heimi. Ég er starfandi kennsluráðgjafi og eyði mínum dögum í að hjálpa kennurum sem vilja breyta kennslunni hjá sér, hjálpa þeim með bekkjarstjórnun, ræði við nemendur um verkefni sem þeir vilja vinna með og nota tíma líka í að þýða skemmtileg verkefni og koma þeim á koppinn í skólanum. Það þyrfti kárlega að vera svona staða í öllum skólum.


Eins og bloggaði um fyrr í vetur, hitti ég reglulega einn nemanda úr 5. bekk. Við erum búin að bralla helling, (t.d. prenta út gítarnögl fyrir hann) en svo fór ég á Utís 2018 og fékk fleiri hugmyndir. Ein var um 20times verkefni sem er yfirleitt fyrir eldri nemendur en ég ákvað að nýta mér það þegar ég fékk fleiri óskir um að hjálpa nemendum sem þurfa meiri áskorun á miðstigi en kennslan uppfyllir. Nú er búið að finna kennara sem ætlar að taka þetta verkefni að sér og mun sá framvegis hitta nemendur einu sinni í viku og ræða við þá um verkefni sem þeir eiga að vera fram á vor að leysa.

Svo var ég að taka til í blöðunum mínum og rakst á skjal sem ég held að ég hafi fengið á Google Summit sem var á Íslandi (2015 minnir mig). Það er amk upprunnið frá Jennie Magiera. Það snýst um að halda úti "klúbbi" eftir skóla sem hittist á fundum einu sinni viku, bloggar um verkefnin sem öll tengjast að nýta spjaldtölvur og aðra tækni í skólanum og aðstoða bæði kennara og samnemendur ef að þarf. Ég þýddi og staðfærði hugmyndir Jennie fyrir svona verkefni fyrir miðstigið í skólanum. Það er núna í skoðun hvort að þetta sé gerlegt í skólanum. En það er hægt að nálgast umsóknarplaggið á vefsíðunni minni (undir raddir nemenda).

43 views0 comments

Commentaires


bottom of page