top of page
  • Writer's pictureAnna María

Gervigreind - hjálp eða hindrun í kennslu

Updated: Apr 25, 2023

Mál málanna undanfarið hefur verið umræða um gervigreind og áhrif hennar á nám og kennslu. Ég vil fullyrða að nám og kennsla hafi breyst 30. nóvember 2022 þegar Open-ai opnaði frían aðgang að síðunni ChatGPT. GPT stendur fyrir Generative Pre-training Transformer. Í þeim orðum liggur aðvörunin eða þetta er opið til að þjálfa gervigreindina (pre-training). Þeir sem reka þetta fyrirtæki hafa gefið út að síðan verði ekki alltaf frí en vinsældirnar eru slíkar að það er ljóst að notkun á þessu gervigreindarforrit verður alltaf mikil.


Það er alls ekki hægt að nota gervigreindina, eins og hún er núna, sem heimild eða vera viss um að upplýsingar sem við fáum séu réttar. Hún er í þjálfun og þjálfarinn, sem er notandinn getur gefið hennar rangar upplýsingar. Það var einhver sem sannfærði gervigreindina t.d. um að 9+4 = 15 og þá var lokasvarið hennar að skv. nýjustu upplýsingum væri 9+4 =15, eftir nokkurt rabb á síðunni um af hverju 9+4=15. En það þýðir ekki að hún sé ekki nýtanleg. Hún er reyndar mjög vel nýtanleg fyrir kennara og nemendur.


Varðandi notkunargildi fyrir nemendur, er rétt að benda á að gervigreindin er í eðli sínu þannig að það sem þú setur inn í hana, er það sem verður söluvaran síðar og því er ekki hægt að eyða því sem maður setur inn, þó að maður eyði reikningnum sínum. Þetta er eitt af því sem er litið hornauga þegar við tölum um persónuvernd og þá sérstaklega persónuvernd barna undir 18 ára aldri. Það er 13 ára aldurstakmark á flestum svona síðum utan Evrópu sem segir okkur að aldurstakmarkið er hærra innan ESB og EES. Þannig að kennarar ættu aldrei að beina nemendum inn í svona forrit, því að það er gríðarlega varhugavert að kennarar eigi upptök af því að skilja eftir rafræn fótspor nemenda sem ekki er hægt að má út síðar.


Að því sögðu, þá eru nemendur samt að fara að nota þetta, þó að við lokum á það í kerfum allra skóla á Íslandi. Þessar síður eru líka að poppa upp eins og gorkúlur þessa dagana og það er erfitt fyrir alla að fylgjast með þessu öllum nýjungum. Hver ný gervigreind lærir af þeim sem fyrir eru og því verður þetta sífellt betra.


Það sem framhaldsskólar og háskólar hafa mestar áhyggjur af er að ritstuldaforritin sem þeir hafa verið að nota, greina ekki enn hvort að vél eða maður hafi skrifað texta. Reyndar hafa fyrirtæki eins og Open-ai gefið út að þeir muni SELJA aðgang að forriti sem geti greint að hluta á milli þannig texta, en hann gerir þá lítið annað en að segja hverju miklar líkur séu á öðru þeirra. Hversu sanngjarnt væri það ef að nemandi hefði lagt gríðarlega mikið á sig og fengi svo í hausinn að eitthvað forrit segði að það væru 75% líkur á að vél hefði skrifað verkefnið? Hvernig sem við horfum á þetta, þá er upprunalega fullyrðingin mín rétt því nám og kennsla hefur breyst með tilkomu gervigreindar og kennarar landsins verða að endurhugsa helling af því sem þeir hafa verið að gera.


Ég var með fyrirlestur um þetta efni í janúar á netinu sem var kallaður Gervigreind. Tækifæri til að efla nám og kennslu. Ég ætlaði að hafa hann á Facebook Event en það gekk ekki upp þar sem ég hafði aldrei gert þetta áður en lærði að sá sem setur upp FB event verður að vera sá sem opnar á viðburðinn, sem var ekki í okkar tilviki. Ég var í Reykjavík á meðan sú sem setti upp viðburðinn var fyrir vestan. Þannig að fyrirlesturinn var færður á Zoom á 0,1 og er hægt að nálgast hann hérna: https://www.youtube.com/watch?v=HL-WmLGqxpI.

Ég var svo með fyrirlestur um gervigreind í námi og kennslu fyrir framhaldsskólakennara á Norðurlandi á menntabúðum í MA í mars.

Á meðan margir háskólar hafa ákveðið að hafa öll vorpróf skrifleg, aðallega (og vonandi aðeins) á meðan þeir eru að fatta hvaða áhrif gervigreindin hefur á nám nemenda, þá er búið að samþykkja að hún getur verið heimild og skv. heimildakerfunum (að minnsta kosti APA) eru strax komnar leiðbeiningar um hvernig maður skráir hana sem heimild. Á vef Háskólans í Reykjavík er notkun á ChatGPT skráð þannig:

OpenAI. (2023). ChatGPT (14. mar. útgáfa) [Risamállíkan]. https://chat.openai.com/chat.


(Uppfært 25.4.2023)


24 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page