top of page
  • Writer's pictureAnna María

Heimsókn í Open University

Í síðustu viku (þriðjudaginn 21. janúar) fórum við nokkrar úr #VEXAedu í heimsókn í Open University í London. Við áttum flestar von á að hitta kannski örfáa áhugasama kennara sem væru neyddir á fund, en raunin var önnur. Við hittum 10 deildarstjóra yfir mismunandi deildum sem allar höfðu eitthvað með sköpun og 21. aldar hæfni að gera. Allir virtust þeir mjög áhugasamir um samstarf við okkur og buðu okkur á Íslandi alla þá aðstoð sem þeir gætu veitt okkur. Starfið sem þarna fer fram er til mikillar fyrirmyndar og ein deildin hefur gefið út bækling sem óhætt er að mæla með að fólk lesi. Skýrslan heitir Innovating Pedagogy 2020 og er að finna hér: https://iet.open.ac.uk/file/innovating-pedagogy-2020.pdf Þar er rætt um hvað er mikilvægt að leggja áherslu á núna og það er líka margt þarna inni sem gefur manni hugmyndir um verkefni og stefnu sem hægt er að taka í skólum eða bara í eigin kennslustund.


Við hittum sérstaklega sérfræðing í notkun á VR og AR í kennslu. Hún er m.a. sú sem Google leitaði til þegar þeir voru að þróa Google Expedition. Hún á sem sagt stóran hlut í því forriti. Hún sýndi okkur hvernig þetta allt byrjaði og hvert við værum að stefna. Hún nefndi t.d. að VR (virtual reality- sýndarveruleiki) eigi eftir að meira áberandi í skólum á næstu árum. Ástæðan var m.a. sú að nemendur fara mun sjaldnar í vettvangsferðir af öryggisástæðum og vegna þess að það er dýrt, þannig að skólarnir munu fara með nemendur í ferðirnar með aðstoð VR. Þannig er líka hægt að sýna meira en hægt er í raunveruleikanum. Við sáum t.d. forrit sem snérist um landafræði. Ljósmyndari frá BBC hafði verið fengin til að taka myndir úti í náttúrunni og nemendur fóru "inn" í þennan heim með VR og gátu séð sneiðmynd af jarðlögum, séð upplýsingar um steintegundir (með því að fylgja leiðbeiningum) og margt annað sem var markmið með kennslunni. Þannig að í stað þess að lesa bók, fengu nemendur upplifun sem hefur sýnt sig að skilji eftir meira nám en bóknám.

24 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page