Á næstu vikum munu nemendur í 7. bekk Hörðuvallaskóla fá kynningu á heimsmarkmiðunum og vinna að verkefni með norskum nemendum. Verkefnið er hluti af eTwinning verkefni um spil í námi. Nemendur fá það verkefni að hanna eða breyta spili/tölvuleik sem er þegar til, þannig að það uppfylli eitthvað af heimsmarkmiðunum.
Þegar þeir hafa farið í gegnum hönnunarferli og eru komnir með hugmyndir hafa þeir samband við norska nemendur sem eru líka með hugmyndir af því sama. Þeir "pitcha" hugmyndir sínar, fá tillögur að breytingum og eftir Skypefundinn klára þeir hugmyndina sína áður en þeir kynna hana fyrir kennurum.
Hér er tengill á hönnunarferlið sem nemendur fá afhent: http://tiny.cc/ju4xzy
Comments