top of page
  • Writer's pictureAnna María

Hvað með þessar stefnur?

Ég er að lesa kafla úr bók sem kallast The principalship - a reflective practice perspective eftir Thomas J. Sergiovanni sem er hluti af námsefni í faginu stjórnun og forysta. Kaflinn er mjög athyglisverður, þó að mér gangi ekkert allt of vel að halda athyglinni, enda langt síðan ég var í námi síðast.

En það er ýmislegt sem manni dettur í hug við lesturinn og eitt eru kröfur um stefnur sem skólar eiga að fylgja. Skólar eiga t.d. að birta eineltisáætlanir og í Reykjavík (veit ekki um önnur sveitarfélög) eiga allir skólar að fylgja agastefnu sem einhver eða einhverjir hafa samið. Í kaflanum sem ég er að lesa er lögð áhersla á það að skólastjórnendur séu ávallt samkvæmir sjálfum sér og þeirri stefnu sem þeir marka í skólanum. En hvaða skilaboð senda þá stjórnendur þegar þeir telja sig ekki geta farið eftir þeim stefnum sem skólinn hefur ákveðið að fylgja? Er t.d. í lagi að fara ekki eftir þeirri uppeldisstefnu sem skólinn gefur sig út fyrir að fylgja. Kannski skilar önnur aðferð tilætluðum árangri, en það sem ég er að velta fyrir mér er hvaða skilaboð er verið að senda. Er stjórnandinn nógu samkvæmur sjálfum sér þarna? Eru stefnur í skólum þannig að það er illfært að fara eftir þeim þar þar sem skólarnir eru fyrir alla, án aðgreiningar og ganga út á einstaklingsmiðað umhverfi. Þeir hljóta amk að þurfa að vera mjög sveigjanlegir og hafa góða aðlögunarhæfni.

Kannski er lausnin að hafa sem fæstar stefnur en ákveðna hugmynd um hvernig hlutirnir eigi að vera í viðkomandi stofnun. Velta fyrir sér hver séu skýru mörkin sem ekki má fara yfir og ákveða viðeigandi ferli sem gæti farið í gang. Það yrði t.a.m að vera mismunandi viðurlög hjá yngri og eldri nemendum. Það væri .d. kannski í lagi að nemendi í 1. bekk pissaði ítrekað á sig í tíma, á meðan það væri í hæsta máta óeðlilegt væri um ungling að ræða.

Ég hef ekki hugmynd um hvort að t.d. þessar agastefnur skila einhverjum árangri, en kannski er það vegna þess að ég hef sjálf lítið farið eftir þeim en treyst á eigin dómgreind. Það besta sem ég lærði af Uppeldi til ábyrgðar var að spyrja nemendur, þegar ég var að taka eineltisviðtöl, hvort að viðkomandi hefði geta gert eitthvað öðruvísi. Það var gott innslag í samræðurnar og skilaði alltaf árangri.

Skólarnir þurfa að fylgja fullt af alls konar kröfum og stefnum frá menntayfirvöldum sem við gleypum eflaust við án þess að velta fyrir okkur tilgangi, meta árangur sérstaklega eða spyrja okkur hvort að það sem stefnan eða krafan eigi að laga sé vandamál hjá okkur. Kannski er það ástæðan fyrir því að kennurum finnist þeir yfirkeyrði, en ég held að það sé engin lausn að setja orku eða tíma í að innleiða stefnur sem sumir fara eftir og aðrir ekki og skv. kaflanum sem ég var að lesa þá eru það merki um slæma skólastjórnun.

Stundum er reyndar ágætt að hafa vit fyrir okkur, því að ég er mjög ánægð með þær stefnur sem aðalanámskrá setur um hæfnimiðað nám og yrði ekki ánægð ef að stjórnendur hefðu val um að fara eftir henni eða ekki.

8 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page