top of page
  • Writer's pictureAnna María

Utís2021

Enn einni, mjög vel heppnaðri, Utís helgi er lokið. Það er hreint ótrúlegt hvað Ingvi Hrannar og hans teymi getur áorkað. Skipulagið var til fyrirmyndar eins og alltaf, dagskráin.... ja, ég veit bara ekki hvað ég get sagt því hún var bara veisluborð hugmynda og maturinn geggjaður að vanda.

Þegar maður mætir á þessa skemmtun þá er tilhlökkunin mikil að fá að eyða tveimur dögum með vinum og kunningjum frá fyrri árum og að fá enn stærra tengslanet með öllum þeim sem voru að upplifa þetta í fyrsta sinn.

Ég var í þeirri óvenjulegu aðstöðu að vera valin í þetta með báðum dætrum mínum. Það fer engin á Utís nema að hafa gríðarlegan áhuga á skólaþróun og það hafa þær svo sannarlega og báðar sýnt í verki og sannað hvað þær standa fyrir. Þannig að ég var bara líka pínu stolt af mínum ungum þarna. Nú vantar bara að koma syninum í þetta líka ;)

En það sem stendur uppúr er alltaf þessi gróska sem mætist á Utís. Kennarar um allt land eru að gera stórkostlega hluti og mæta þarna til að kenna öðrum og læra af öðrum. Ég lærði helling nýtt þarna og mun taka það með mér í mitt starf. Ég er með mikið af myndum og hugmyndum sem munu rata inn í verkefni nemenda smám saman næstu mánuðina og ég er með fullt af nýjum verkfærum sem ég get notað sem ráðgjafi kennari til að hjálpa þeim að finna leiðina áfram.

Eitt af því sem mér finnst næstum vera opinberun er setning sem fram kom í Menntaspjalli á Twitter í morgun þar sem við sem fórum á Utís vorum að kryfja dagana okkar saman. Þetta var setning sem kennarar heyrðu á vinnustofu sem ég fór ekki sjálf á og hljómar einhvern veginn svona: Þegar þú kennir barni eitthvað, ertu búin að ræna því tækifærinu að það læri það sjálft. Þetta kom fram á vinnustofu Andreu Struten sem var ein af mörgum erlendum fyrirlesurum á Utís. Ég fór sjálf á mjög upplýsandi vinnustofu hjá kennara ársins í Kentucky sem heitir Donnie Piercey og aðra hjá Christine Lion-Bailey sem snérist um lestur og sköpun (líka kallað Read aloud STEM eða STREAM).

Á fyrri stofunni, hjá Donnie Piercey vorum við að læra um nýja möguleika í Google Earth og hvernig hægt væri að tengja allar námsgreinar við þá síðu. Við gerðum tvö verkefni á vinnustofunni hans sem verða góður grunnur fyrir öll hin sem við gerum síðar. Þetta verður amk ekki í síðasta skipti sem ég geri verkefni á þeirri vefsíðu. Ég kunni mun betur á STEM verkefnið en naut samvinnunnar með hópfélögum mínum og gagnanna sem við fengum.

En inneignin í hugmyndabankann hefur aukist mikið þessa tvo síðustu daga og það mun taka mig langan tíma að bóka öll innlegginn.


Mig langar að þakka Ingva Hrannari og hans teymi fyrir frábæra og ógleymanlega daga á Sauðárkróki og hlakka til að taka þátt í Utís online á næsta ári.


41 views0 comments

Recent Posts

See All

コメント


bottom of page