top of page
  • Writer's pictureAnna María

Verkefni sem skila betri árangri

Updated: Sep 1, 2018


Learning intention and success criteria

Ég var að skipta um vinnustað og starfa núna sem kennsluráðgjafi í Hörðuvallaskóla. Þar er ég að vinna með snillingi í leiðsagnarmati og ég er viss um að það sem ég veit um samvinnu- og þemanám, verður enn betra eftir þetta samstarf. Ég er búin að búa til fyrsta verkefnið sem byggir á að efla samhyggð (empathy) nemenda og nú ákveðum við í sameiningu hvernig þetta verður kynnt fyrir nemendum og hvernig mat kennara fer fram. En það alveg ljóst að nemendur munu vera með það á hreinu til hvers er ætlast af þeim, núna þegar ég kann nýtt ráð til að koma því í kring. Það er lítið mál að kynna verkefnin þannig fyrir nemendum (þarfnast bara smá undirbúnings af minni hálfu). Hér er myndband með nýjasta gúrúinum mínum, John Hattie: https://www.youtube.com/watch?v=dvzeou_u2hM og svo er hægt að finna ýmislegt annað um þetta efni með því að gúgla það, t.d. þessar glærur: https://www.slideshare.net/benoconnell106/learning-objectives-success-criteria-inset


Ég bendi líka á svæðið (á heimasíðunni minni) þar sem hægt er að nálgast næstum allt sem tilheyrir þessu samhyggðarþema. Það eina sem er ekki þarna inni, er efni sem nemendur svara einstaklingslega - jafningamat, sjálfsmat og einstaklingsskýrslur.

https://drive.google.com/drive/folders/1l77TPkh5Rs8UNCwRioLzfyVrs8_znl3f26 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page