top of page
Eftirfarandi myndbönd voru unnin fyrir Hörðuvallaskóla veturna 2018-2020
Athugið að þó að það komi fram í einu myndbandinu hvernig maður setur inn eitt námsmat fyrir verkefni, þá mæli ég ekki með því. Fái nemandi grænt (b) í námsmat en fær kannski gult (c) eða rautt (d) fyrir ákveðið viðmið, missir hann svolítið af því að bæta sig, hann sér bara að hann stóðst kröfurnar sem gerðar voru, eða næstum því. Sama á við um nemendur sem fá eitt grænt en mat við öðrum viðmiðum í öðrum litum (rautt eða gult), þeir missa af því að byggja á þannig mati ef að heildareinkunn er C eða D. Ég mæli með því að nemendur fái bara litina fyrir þau hæfniviðmið sem sett er undir í hverju verkefni í stað þess að taka saman í eina matseinkunn fyrir verkefnin. Hæfnikortin segja þeim hvernig þeir standa á hverjum tíma.
bottom of page