Nám í upplýsingatæknimennt

UT markmiðin eru sett upp í 7 stigum. Nái nemendi að klára 1. stig yngsta fyrir lok 4. bekkjar er hann með C hæfni. Nái hann 2. stigi er hann með B hæfni enda þá búin að uppfylla öll hæfniviðmið fyrir 4. bekk í UT. 

Þannig verður 1. stig miðjan metið sem C hæfni við lok 7. bekkjar (en sé nemandinn mjög duglegur, getur hann farið í þau markmið fyrir lok 4. bekkjar og fengið A einkunn enda búin að ná meiru en ætlast var til við lok 4. bekkjar). 2. stig miðjan er B hæfni við lok 7. bekkjar og stigin þrjú fyrir elsta hópinn eru C, B og A hæfni við lok 10. bekkjar. Hæfniviðmiðin miða við UT hæfniviðmið í aðalnámskrá, nema A hæfni við lok 10. bekkjar sem er viðbótarhæfni og miðast við valfögin.

Athugið að þetta er ekki sett upp sem sérstök UT kennsla, heldur sem hluti af öllu námi og því hægt að uppfylla í flestum fögum.

C og B við lok 4. bekkjar

C og B við lok 7. bekkjar

C, B og A við lok 10.  bekkjar