top of page
Makerspace eða Snillismiðja er að mínu mati nauðsynleg viðbót í öllu skólastarfi. Þar læra nemendur að vinna með sköpun og tækni út frá eigin áhugasviðum. Á Vexa síðunni: https://tinyurl.com/yy3m5gtl er hægt að finna út á hvað þetta gengur og þar eru líka hugmyndir af verkefnum.
Nemendur fá smá kennslu í hvernig tvíundarkerfið virkar. Þetta er hægt að gera alveg niður í 3. bekk. Ég útbjó nokkrar spurningar í Google Classroom og afhendi svo verkefnaheftið sem er hér til hliðar. Ég kenni þeim líka hvernig hægt er að telja upp á 1.027 með því að notast við 10 fingur og þetta kerfi.
Hér er myndband sem útskýrir þetta aðeins, en það er mikilvægt að vera með aðra sýnikennslu líka : Tvíundarkerfið
Nemendur sem velja Makerspace áfanga í skólanum fá tækifæri til að læra á Inskscape forritið. Það forrit er hönnunarforrit og eru nemendur að nota það til að hanna fyrir vínylskerann og laserskera. Þann síðara eigum við ekki, heldur bendum við þeim á að fara í Fab lab smiðju til að nota þannig skera.
bottom of page