
Snjallir nemendur
Að frumkvæði nokkurra öflugra kennara hefur verið umræða um mikilvægi þess að fjölmiðlar fái jákvæðari mynd af því starfi sem á sér stað í skólum í dag og þá sérstaklega hvað varðar notkun á tækni í námi. Þegar fjölmiðlar tala um tækni í skólum þá er það alltaf vegna tölvufíknar nemenda, versnandi hæfni drengja í lestri og svo niðurstöður í Pisa prófum (þekkingarmiðlunin er sem sagt á undanhaldi í skólunum), ofbeldi gagnvart starfsfólki skóla og svo framvegis. Allt eða flest