top of page
  • Writer's pictureAnna María

Collaborative response (CR)

Í upphafi maí mánaðar (2024) fór ég í langferð til að læra meira um CR og hvernig skólar í Albertafylki í Kanada nota þessa aðferð eða innleiða hana í skólana sína. Þess má geta að skólarnir í Breiðholti eru allir í innleiðingaferlinu og þar er heilmikil vitneskja um þessa aðferð. Í stuttu máli snýst um að búa til teymi utan um öll börn, ekki bara þau sem eru erfiðust eða með slökustu námslegu getuna. Þetta er ekki síður fyrir nemendum með væg vandamál, nemendur sem eru ekki með vandamál eða nemendur sem eru ekki með námsefni við hæfi. Erfiðustu málin eru í farveg (3. stig farsældarammans), þannig að þetta snýst um öll hin börnin.

Ég lærði helling á þessari ferð en það sem mér fannst mest töff var að þessi ráðstefna er alltaf á þessum árstíma og á hana koma fjöldamargir skólar í Alberta fylki til að taka næstu skref, skerpa á stefnum innan skólans og fá aðstoð hjá hvor öðrum til að ná markmiðum sínum. Allir skólarnir fara svo "heim" aftur með áætlun fyrir næsta vetur og nöfn tengiliða sem geta aðstoðað þau frekar.

Það voru ákveðin atriði sem skólarnir voru að sækja þangað (þetta voru leiksskólar, grunnskólar og framhaldsskólar):

  1. Taka næstu skref - sem oft var að að nýta betur gögn þegar rætt er um nemendum og nota gögnin til að taka nemendurna fyrir á fundunum (þ.e. nota þau til að taka nemendur á dagskrá ef að gögnin sýna að það þurfi.

  2. Að fá aðstoð til að fá nýtt starfsfólk og jafnvel nýja stjórnendur með í ferlið. Menntasviðið í Calgary er búið að vera með þetta í 4 ár og hefur búið til þriggja ára innleiðingaferli til að leysa þetta. Nýjir kennarar byrja á 1. stigi hvort sem skólinn er kominn lengra. Allir eiga að nota þetta þar.

  3. Allri voru sammála um að öll börn eigi skilið að hafa teymi í kringum sig og voru nokkrir komnir til að fá betri mynd á hvernig þessu væri sinnt í skólanum. Ástæðan fyrir að allir voru til í að vera í þessum vagni var að það var augljóst að þetta skilar árangri fyrir líðan, félagsfærni og menntun nemenda.

  4. Engin talaði um lausnabankana nema til að ítreka að það þyrfti að endurskoða þá árlega. Lausnabankarnir innihalda ráð til kennara til að mæta öllum nemendum. Á 1. stigi er það sem er í boði fyrir alla nemendur og á 2. stigi er stuðningur fyrir suma. Eftir nokkur ár eru oft ráðin sem eru á 2. stigi orðin hluti af skólamenningunni og því komið á 1. stig.

  5. Fólk var sammála um að fundirnir snúast ekki um nöfn nemenda, heldur þá áskorun sem barnið á við að etja. Fundirnir eru svona (mjög gróflega): Nemandi A er hæglæs og kennarinn þarf ráð. Annar kennari segir að hann sé með nemanda í huga sem þetta eigi líka við og þriðji kennarinn er líka með nemanda sem lýsingin passar við. CR snýst nefnilega um að færa fókus frá Óla sem er ómögulegur í að Óli þarf stuðning á 2. stigi í lestri. Við lok fundarins ákveða kennarnar hvaða ráð þau ætli að prófa með nemendunum og þá segja þeir fyrst nafn nemandans svo að hægt sé að skrá það. Kennarinn hefur x marga daga til að prófa þetta og á svo að greina frá hvernig gekk.


Fyrir þá sem vilja kynna sér þessa aðferð betur, þá er hægt að lesa allt um þetta hér: https://www.jigsawlearning.ca/ og Jigsaw Learning er með helling af myndböndum á Youtube líka.



1 view0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page