Lestur og ritun á hug minn allan þessa tvo fyrstu daga í vinnunni þennan veturinn. Ég er að kynna mér tvær bækur, The Daily 5 og In the middle eftir Nancie Atwell. Ég er bara rétt að byrja lesturinn en eftir að hafa skoðað þetta aðeins og frétt af Daily 5 (eða Læsisfimman eins og þetta heitir víst á íslensku) í gegnum Hugrúnu vinkonu mína í grunnskólanum í Snæfellsbæ, sé ég að það er ýmislegt hægt að gera til að gera lestrarstundir góðar og gagnlegar. En það er nokkuð ljóst eftir lesturinn undanfarið að nemendur þurfa aðalhald í lestrinum og yndilestur án eftirfylgni eykur ekki endilega áhuga eða færni.
Eins og komið hefur fram er ég bara að byrja en það má nálgast tvö skjöl frá mér eftir daginn í dag inni á https://www.kortsen.is/verkfaeri-forrit annað eru 20 spurningar til að spyrja að loknum lestri bóka og hitt eru 20 hugmyndir af ritunarverkefnum fyrir yngsta og miðstig.
Allt það sem ég set inn hérna má nota að vild, en það er ekki verra ef að þið getið uppruna ef að þið aðlagið eða notið beint. Hugmyndina af uppsetningu á ritunarverkefnunum fékk ég frá Ingva Hrannari á http://ingvihrannar.com/fimman/ en þar má nálgast ágætis lýsingu á hvað fellst í þessari Læsisfimmu eða fimmu eins og hann kallar það.
留言