top of page
  • Writer's pictureAnna María

Matshópar og gæða kennsla

Þegar við hugsum um námsmat er myndin sem við köllum fram yfirleitt af kennara sem er yfirhlaðinn nemendaverkefnum og eyðir löngum stundum í að yfirfara þau.


Rannsóknir menntafrömuða eins og John Hattie hafa sýnt fram á að þessi vinna skilar litlu sem engu námi til nemenda. Af hverju ættum við þá að leggja þetta á okkur? Ég var að hlusta á fyrirlestur þar sem John Hattie er að ræða um hvernig gæða kennsla lítur út og þar fór hann yfir hvað skilar árangri sem beint nám til nemenda og hvað gerir það ekki.

Hann nefnir að nemendur sem hafi fengið tækifæri til að heyra álit samnemenda á verkefnum (feedback) muni mun betur hvað þeir sögðu en það sem kennarinn sagði. Þannig er álit kennarans ekki eins mikilvægt, þó að eflaust sé það réttara í einhverjum tilvikum.

Ég hlustaði á mjög áhugaverðan fyrirlestur á Menntakviku um daginn sem fjallaði líka um mikilvægi samtals milli nemenda og hvernig það skilaði mun betra námi og betri kennslu en þar sem nemendur eru að vinna í eigin verkefnum án þess að fá tækifæri til að ræða við samnemendur. Fyrirlesturinn heitir Faglegar kröfur til nemenda í stærðfræði. Þar kemur alveg skýrt fram að samvinna nemenda skilar mun betri árangri en þetta byggir á rannsókn sem er vel kynnt í fyrirlestrinum.


Þar sem að við vitum núna að það er tilgangslaust fyrir okkur að fara heim með verkefni til að yfirfara þau þá gætum við notað leiðsagnarmat í kennslustundinni. Þannig förum við ekki heim með verkefnin en metum þau með nemendum fyrir framan þau. Þannig verða þau hluti af námsmatinu og skilja betur til hvers er ætlast af þeim og hvað þeir þurfi að gera til fá jafnvel enn betra námsmat næst. Þarna er það samtalið milli kennara og nemanda sem er mikilvægast.


Hvernig getum við svo skilað samtali og samvinnu nemenda inn í námsmatið? Hin frábæri finnski kennari Rita Keskitalo hefur lengi notast við matshópa. Hér er mynd frá henni, sem hún notaði á fyrirlestri sem hún var með hérlendis fyrir nokkrum árum:



Hér sjáum við einn nemanda (sá sem snýr baki í okkkur) vera að útskýra verkefnið sitt fyrir matshóp sem ákveður svo, miðað við þau viðmið sem voru sett fram í upphafi verkefnisins, hvaða námsmateinkunn sé við hæfi. Ef að nemandinn er ósáttur við námsmatið getur hann spurt kennarann hvort að hann megi skila því inn aftur og laga það sem matshópurinn gerði athugasemdir við. Hann þarf þess þó ekki en hann veit alltaf hvað það var sem stóð á bak við það námsmat sem hann fékk. Kennarinn er auðvitað að taka þessa mynd, en hún situr venjulega líka við borðið og fylgist með því að umræðurnar séu réttlátar.

Á þennan hátt er hægt að sameina námsmat við það sem vitum núna um mikilvægi samtals í kennslustundinni og sérstaklega samtals milli nemenda.


Fyrir nokkru var flottur fréttaþáttur í sjónvarpinu um finnskt menntakerfi, þar sem þessi umræða um samtal nemenda og annar mikilvægur punktur var hafður í hávegum, en það er mikilvægi þess að fara á dýptina. Að klára bækur eða blaðsíður í bókum er aldrei markmið með námi, en samt er það oft það sem stýrir kennslunni hjá okkur. Eins og fram kemur í myndbandinu frá Menntakviku, þá skilar það mun betri árangri að fara rólega yfir efnið og fara á dýptina. Það er líka það sem kemur fram í þessum fréttaþætti þar sem útskýrt er hvernig námsefnið teygir sig inn í fullt af mismunandi fögum og þannig unnið með það á fjölbreyttan hátt. Ég mæli með áhorfi á báðum þessum tenglum, ef að þið hafið áhuga á efninu.

78 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page