top of page
  • Writer's pictureAnna María

Twitter sem endurmenntun

Nú þegar #menntaspjall er byrjað aftur eftir langt hlé og ég hlakka ekkert smá til að taka þátt, þá fór ég að velta fyrir mér hversu mikil áhrif svona endurmenntun hefur haft á mitt starf. Ég tók þátt í gamla #menntaspjallinu eins oft og ég gat, en ég það var auðvitað af því að lærði svo mikið af því fólki sem þar tók þátt. Ég lærði mjög margt af því sem ég notaði svo í kennslunni þar inni. Við erum oft of spennt að fara til útlanda til að sjá hvernig aðrir eru að gera í sínum skólum, en við erum sjaldan að velta fyrir okkur hvað er að gerast í öðrum skólum á Íslandi. Ég hef, í gegnum nokkur Erasmus verkefni, farið í marga erlenda skóla og enn hef ég ekki farið í neinn sem hefur gefið mér verkfæri í eigin starfi á sama hátt og ég hef fengið með samvinnu við íslenska kennara. Þannig að ég mæli með því að taka þátt, læra af öðrum og efla tenglanetið.


En Twitter er ekki bara fyrir #menntaspjall, því að það eru aragrúi af snillingum sem ég fylgist með þar. Þar sem ég er í stjórnunarnámi og hef núna gríðarlega áhuga á skólastjórnum og skólastjórum eru þeir það sem er mest áberandi sem nýjir aðilar á mínum Twitter vegg. Joe Sanfellippo er einn af þeim, en hann er með skemmtileg einnar mínútu myndbönd þar sem hann er að velta fyrir sér ýmsu í sambandi við skólastarfið. Það eru fullt af góðum hugmyndum sem hann minnist á. Diana Sweeney er annar snillingur og í þessari viku stýrði hún einhverju menntaspjalli, Brad Weinstein, Ted Huff og Danny Steel er líka nýir hjá mér. Oft finn ég þetta fólk af því að einhver sem ég þekki "reetweet-aði" einhverju frá viðkomandi eða setti like á eitthvað frá þeim. Þannig stækkar mitt tengslanet eða net fólks sem ég fylgist með.


Menntaspjall eða Educamp er alls staðar og oft. Ég hef fylgst með menntaspjalli kennari í t.d. Ástralíu, í Svíþjóð og nú nýlega í Texas. Í þessari viku voru nokkur menntaspjöll sem sum voru líka merkt #polarvortex vegna kuldans í Bandaríkjunum. Fólki fannst gott að skella í eitt menntapjall svona þegar ekki var hægt að fara í skólana.


Á Twitter er líka hægt að fylgjast með einhverju öðru sem tengist vinnunni okkar. Ég hef t.d. mikinn áhuga á öllu tengt sköpun og tölvum og er því með t.d. Arduino, AR, Hologram og margt annað sem ég nota til að fá hugmyndir frá varðandi vinnu í snillismiðjum á veggnum hjá mér.


Og talandi um snillismiðjur þá vorum við stöllurnar í Vexa hópnum að opna síðuna okkar og hana má finna hér: https://sites.google.com/rvkskolar.is/snillismidjur/fors%C3%AD%C3%B0a?authuser=0

53 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page