top of page
  • Writer's pictureAnna María

Áframhaldandi pælingar um gervigreind

Eins og fram kom í eldi bloggfærslu þá var ég með fyrirlestur um gervigreind fyrir framhaldsskólakennara á Norðurlandi í mars 2023 og því hef ég eytt talsverðum tíma í að kynna mér áhrif á nám og kennslu. Hér er markmiðið að tala um áhrif og möguleika, en ekki að vara við henni.

Það sem ég held að sé svarið er að skólar einblíni meira á það sem kallast 21. aldar hæfni. Ég hef talað um það víða og henti í lauslega þýðingu á fyrirbærinu fyrir nokkur síðan sem ég nota oft í kynningum um af hverju við ættum að breyta kennslu.

21. aldar hæfni telst vera:

  • Gagnrýnin hugsun, lausnarmiðun, rökhugsun, greiningarhæfni og geta fundið kjarnann í efninu.

  • Hæfni til að rannsaka og nota rannsóknaraðferðir og spyrja réttu spurninganna.

  • Sköpun, listhæfileiki, forvitni, hugmyndaflug, nýsköpun og að geta tjáð sig á þann hátt.

  • Þrautseigja, sjálfsþekking, áætlunargerð, sjálfsagi, aðlögunarhæfni, frumkvæði.

  • Hæfni til að tjá sig munnlega og í riti. Tala opinberlega, kynna og hlusta.

  • Stjórnunarhæfileikar, samvinnuhæfileikar, hæfni til að nota stafrænar leiðir í samvinnu.

  • Upplýsingamennt (UT), læsi, miðla og fjölmiðlalæsi, forritun, að geta greint upplýsingar.

  • Borgaralegt, siðferðilegt og félagslegt læsi.

  • Efnahags- og fjármálalæsi, frumkvöðlahugsun.

  • Þekking á heimsmálum, fjölmenningarlæsi, samhygð.

  • Vísindalæsi og rökhugsun.

  • Umhverfis- og umhverfisverndarlæsi, skilningur á vistkerfum.

  • Læsi á heilbrigði og vellíðan, þ.a.m næringu, mataræði, þjálfun og lýðheilsu

Öll íslensk skólakerfi, nema kannski háskólar eru með grunnþætti menntunar sem grunn í aðalnámskrám og ef að nám og kennsla snýst að mestu um þessa 6 þætti, sem eru lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð og sköpun, þá erum við á mun betri siglingu í að undirbúa nemendur fyrir framtíðina en með því að einblína á ákveðna þekkingu sem verður úrelt eftir örfá ár. Ef að við bætum svo lykilhæfninni við erum við komin með sjálfstæða einstakling sem kunna að vinna með öðrum.

Menntun má ekki vera þannig að hún fylgi ekki með þróun því að hún hefur áhrif á samfélög 30 ár inn í framtíðina, eða mestan starfsaldur unga fólksins sem við erum að mennta.

Þekking hefur vaxið á gríðarhraða frá því að Internetið kom og hér er mynd frá 2019:



Það sem gervigreindin gefur okkur er tækifæri á að efla þekkingu enn hraðar því að það sem við höfum lært hingað til getur hún aðstoðað okkur við að fjölfalda t.d. geta þeir sem hafa lært ákveðið eða ákveðin forritunartungumál, núna á auðveldan hátt fengið upplýsingar og aðstoð frá gervigreind til að færa skipanir á önnur forritunartungumál. Það sem við höfum hingað til þurft að eyða mörgum klukkustunum í að rannsaka mun gervigreindin svara fyrir okkur á nokkrum sekúndum. Gervigreind eins og ChatGPT er ætlað að svara okkur og stundum segist hún ekki vita svarið en oft svarar hún án þess að vita svarið samt. Þetta þýðir að við þurfum að þekkja leiðir til að sannreyna það sem hún segir, en að hafa þá þekkingu sem hún hefur, er ekki það sem nemendur þurfa að læra í dag.

Það var frétt í einhverju dagblaðinu í kringum áramótin um að gráður sem við sækjum í námi sé ekki það sem skipti fyrirtæki á markaði mestu máli (það gildir þó enn um stofnanir eins og menntastofnanir, sem segir ákveðna sögu), heldur það sem einstaklingar hafa afrekað áður en þeir sækja um. Hér er stuttur listi yfir það sem skiptir atvinnurekendur mestu máli:


5 atriði sem atvinnurekendur leita eftir - 2022:

  1. Gagnrýnin hugsun og lausnamiðun

  2. Hæfni til að vinna í teymum og önnur samvinna

  3. Fagmennska og sterkt vinnusiðferði

  4. Hæfni til að tjá sig munnlega og í riti

  5. Stjórnunarhæfileiki

Flest þarna er líka hluti af 21. aldar hæfni og það gleymist stundum að við erum ekki bara að undirbúa nemendur fyrir næsta skólastig eða næsta áfanga, við erum að undirbúa þá undir að taka þátt í samfélaginu, sér sjálfum, þeirra nánustu og samfélaginu öllu til framdráttar.

Áður en hætti langar mig að benda á að það er gríðarleg þreytt umræða að stærðfræðikennsla sé tekin út fyrir sviga í allri þessari umræðu. Ef að hún tengist ekki grunnþáttum menntunar eða lykilhæfni, langar mig að spyrja, hver er þá tilgangur hennar? Ég spurði kennara um daginn hversu oft það hefði hjálpað þeim í lífinu að kunna að deila tugabrotum. Svarið var aldrei - nema til að kenna það. Sjálf lærði ég sínus, kósínum og tangens. Ég man orðin, en ég veit ekkert hvað þetta stendur fyrir. Þetta gagnast víst mjög vel til að reikna út boga í t.d. Angry birds. Ég hef ekki haft gagn af þessu og því kannski spurning um að kenna þetta þegar þess er þörf, en ekki þannig að allir þurfi að þekkja þetta. Ég lærði að skrifa með blekpenna vegna þess að það var talin hæfni sem ekki mætti tapast og ég lærði að það er eitthvað til sem heitir þáskyldagatíð. Hvorugt hefur verið mikilvæg þekking eða hæfni að hafa eftir að ég hætti í þeim fögum.


0 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page