top of page
  • Writer's pictureAnna María

Hæfni kennara

Updated: Apr 19

Lengi vel hefur ekki verið á hreinu hvert hlutverk kennara er í skólanum. Þeir eru ráðnir inn til að uppfylla starfið miðað við prófgráður sem þeir hafa. En hvert raunveruleg hæfni þeirra þurfi að vera hefur ekki verið skýrt. Sumir kennarar segja að þeirra hlutverk sé að kenna og nemenda að læra það sem þeir kenna. Í þeirri fullyrðingu kemur ekki fram hvernig kennarinn mætir hverjum og einum nemanda eða hvort að hann velji eina aðferð og ætlist bara til þessa að nemendur fylgi honum.


Við lok ársins 2022 kom út reglugerð 1355/2022 sem er reglugerð um hæfniramma með viðmiðum fyrir almenna og sérhæfða hæfni kennara og skólastjórnenda við leik-, grunn- og framhaldsskóla. Þessi reglugerð tekur af allan vafa um hvert sé hlutverk kennara og það er alls ekki að kenna bara og ætlast til þess að nemendur fylgi honum. Þessi viðmið eiga að vera notuð við bæði innra og ytra mat á skólastarfi og því er ágætt að stikla á stóru, þó að ég vissulega mæli með lestri á reglugerðinni, hún er alls ekki mjög löng.

  1. Kennari á að skipuleggja kennslu sína miðað við líkamlegan, tilfinningarlegan og vitsmunalegan þroska nemenda sinna. - Það gefur augaleið strax að ein aðferð hentar ekki öllum.

  2. Kennari á að nýta árangursríkar aðferðir til að hafa jákvæð áhrif á hegðun, líðan og félagsfræni barna og stuðla að farsæld þeirra. - Það verður forvitnilegt að sjá hvað Quint rannsóknin sem verður kynnt 10. nóvember á þessu ári sýni varðandi þennan þátt og stöðu í íslenskum skólum.

  3. Kennari á að sinna endurmenntun sinni alla starfsævina og auka við þekkingu sína með aðferðum sem nýtast til ígrundunar og við mat á eigin starfi.

  4. Kennari á að vita námslega stöðu allra nemenda sinna og mæla framfarir hvers og eins. - Þetta er mjög forvitnilegur punktur í ljós þess að oft er ekki einu sinni verið að vinna með niðurstöður úr samræmdum mælingum til að mæta nemendum, nema þá til að taka þá úr kennslu og setja í sérkennslu. Í tengslum við það þá er næsti punktur athyglisverður:

  5. Kennari á að nýta fjölbreyttar aðferðir í námi og kennslu sem meðal annars styðja við inngildandi skólastarf og farsæld barna (Farsæld barna er sérstaklega skilgreind í reglugerðinni sem: aðstæður sem skapa barni skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðilegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar)


Allt sem er í þessari reglugerð er athyglisvert og það gefur kennurum mjög skýra sýn á hvað fellst í starfinu þeirra. Þannig að kennarar ættu ekki að vera kennarinn sem mætir inn í skólastofuna og ætlast til þess að nám nemenda snúist eingöngu um það sem hann hefur ákveðið. Nemendur er ekki í skóla fyrir kennara, heldur eru kennarar í skólanum fyrir nemendur og þessi reglugerð tekur af öll vafamál um hvað hans hlutverk sé.



45 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page