top of page
Writer's pictureAnna María

Sex skemmtilegir hattar

Ein af lausnunum sem við kynntumst á Erasmus fundinum sem mér var boðið á af Rannís í maí á þessu ári í Dublin á Írlandi var verkefni með sex hatta. Þeir heita á ensku Six thinking hats og kemur hugmyndin frá mann sem heitir Edward de Bono. Þetta var skemmtilegt verkefni og ég veit að sumir af þeim kennurum sem voru á námskeiðinu hafa prófað þetta í sínum bekkjum. En ég held að þetta henti mjög víða og ekki síst á kennarafundum sem geta oft dregist fram úr hófi, sérstaklega ef að fólk er ósammála.

Þarna er góð lausn sem ég mæli með, en ef að það endar þannig að þegar niðurstöður eru teknar saman og það er er enn einhver sem ekki "sér ljósið" finnst mér mikilvægt að viðkomandi geti fengið aðstoð til að innleiða aðferðina (hver sem hún er) í sína kennslu ef að það er við hæfi.


Ég veit ekki hvað þetta heitir á íslensku og ég fann það ekki með því að nota Google frænda, en ég nefndi þetta verkefni Sex ígrundarhattar.


https://docs.google.com/document/d/191nLJ9GoWBN9FZFRyn19UoRt1gzjoibMN80J0MdAM3w/edit?usp=sharing

135 views0 comments

Recent Posts

See All

Opmerkingen


bottom of page