Þegar ég fæ beiðnir um að aðstoða nemendur sem þurfa sérúrræði, hvort sem það er vegna þess að þau eru bráðger eða hinu megin á rófinu, þá styrkist ég alltaf meira og meira í þeirri skoðun að við þurfum að vera með kennsluaðferðir sem henta fleirum en þeim sem passa í kassana okkar. Í gegnum tíðina hef ég líka oft sé gagnsemi af því að blanda saman sterkum nemendum með öðrum sem þeir geta leiðbeint. Þannig læra þeir sem það þurfa af hinum sem kunna. Nýverið fékk ég tækifæri til að koma með tillögur að þannig úrræði fyrir einn 5. bekkinn. Ég setti upp stöðvavinnu (af því að mér finnst þær bestar) sem átti að höfða jafnt til sterkra nemenda og hinna sem eru það ekki og jafnt til stráka sem stelpna. Ég þurfti reyndar aðstoð við þetta, því að eins og mér er tamt, þá setti ég inn eitthvað sem ég kunni ekki og gat því alls ekki aðstoðað við að skipuleggja. En.... Facebook bjargar alltaf. Ég setti inn fyrirspurn þar og fékk frábær svör. Málið snérist um að ég hafði séð á Youtube að það væri frábært að nota Garage Band forritið til að búa til podscast. En ég kunni hvorki á það forrit né að færa upptökuna á rétt form til að geta fengið slóð sem við gætum sent út. Með þessari góðu hjálp tókst það og þó að niðurstaðan hafi verið svona la la af minni hálfu, þá ákvað ég að leyfa upptökunni að fljóta með í leiðbeiningunum. Hér er að finna tillögur mínar af stöðvavinnu og ég held að það megi útfæra þetta fyrir flest fög: https://docs.google.com/document/d/1C1EQ-TGgU-00UdG0F5FWEckhySzAjeNECzU9gsrI0XM/edit?usp=sharing. Þetta má líka finna á https://www.kortsen.is/verkfaeri-forrit
Mynd á forsíðu
Melbourne Child Psychology & School Psychology Services, Port Melbourne. (2019). How to Facilitate Group Work in the Classroom [Mynd]. Sótt af https://www.melbournechildpsychology.com.au/blog/facilitate-group-work-classroom/
Comentários